Fimleikar

Í dag tók Umf Hekla þátt í sínu fyrsta fimleikamóti eftir því sem best er vitað. Mótið fór fram í loftbelgnum í Hveragerði. Stóðu þau sig með miklum ágætum, engin spurning með það. Á myndinni sjáum við keppendurna ásamt þjálfurunum sínum.

 

Skákæfingar á Hellu

Loksins er það að hafast að koma á skákæfingum í vetur hjá okkur. Ætlar Umf Hekla að standa fyrir skákæfingum í Grunnskólanum á Hellu á þriðjudögum milli kl:14.00-15.00. Leiðbeinendur verða Björn Sigurðsson (Bjössi bank) og Ómar Helgason (Ómar í Lambhaga). Fyrsta æfing verður þriðjudaginn 3.11 (næsta þriðjudag) og viljum við benda foreldrum á að hvetja börn sín til þátttöku þar sem skák er afskaplega holl og góð íþrótt fyrir heilasellurnar. Stefnt verður á mótahald í vetur, innan sem utan skóla og verður látið vita að þeim viðburðum jafn óðum og þeir koma upp.

Frekari upplýsingar gefur

Guðmundur í síma:868-1188

 

 

 

Grunnskólamót Rangárvallasýslu í borðtennis

 Grunnskólamót Rangárvallasýslu í borðtennis verður haldið í íþróttahúsinu á Hellu föstudaginn 16. okt kl:17.00-19.00.                                    Keppt verður í eftirfarandi flokkum, sér í strákaflokki og sér í stelpuflokki:

3-5 bekkur

6-7 bekkur

8-10 bekkur

Hvetjum við sem flesta til að mæta og taka þátt í skemmtilegu móti. Þátttökuverðlaun verða veitt í yngsta flokknum                                            en verðlaunaskjöl fyrir 3 fyrstu sæti hinna flokkanna. Hægt verður að fá lánaða spað á staðnum.

 

Nánari upplýsingar veita

Guðmundur S:8681188

Ólafur Elí S:8486196

 

 

Dagskráin haustið 2015

Hér er nýjasta útgáfan af dagskrá vetrarins,hér inni er dagskráin hjá Umf Heklu, KFR og Féló. Ekki er reiknað með miklum breytingum en gæti þó orðið.

 

 

  
  Íþrótta- og tómstundanámskeið

 

Íþrótta og tómstundanámskeið verður á vegum Umf Heklu  á Hellu frá 10.– 21. ágúst á virkum dögum kl. 8:00-12:00

fyrir börn fædd á árunum 2002-2009. Verðandi  1. bekkingar eru boðnir velkomnir á námskeiðið.  Fjölbreytt dagskrá verður í boði, sem sniðin verður  að aldri barnanna. Verð kr. 6.000 fyrir viku og kr. 10.000 fyrir 2 vikur ef greitt er við skráningu.  50% systkinaafsláttur.  Umsjónarmenn námskeiðsins eru Þórunn Inga Guðnadóttir og Erla Sigurðardóttir.  Skráning og greiðsla (enginn posi) fer fram í matsalnum í Íþróttamiðstöðinni á Hellu fimmtudaginn 6.8. kl. 17.00-19.00.  Nánari upplýsingar hjá Þórunn í síma 866-0005

Ath. að það er nauðsynlegt að skrá börnin, þeim er ekki leyfilegt að mæta án skráningar forráðamanna.  Vakin er athygli á að mæting á námskeiðið á morgnana er frá kl. 8-9, ekki er leyfilegt, nema sérstakar aðstæður koma upp, að mæta eftir kl. 9 og skal þá vera í samráði við umsjónarmenn.


  
  Leiðbeinandi - Þjálfari

 

Hefur þú áhuga á að starfa með börnum og unglingum?

Langar þig að vinna að því að efla og byggja upp fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf?

 

Umf Hekla er íþróttafélag í Rangárþingi Ytra með um 450 félagsmenn.  Hjá Umf Heklu er stundað öflugt  starf í hefðbundnum íþróttagreinum sem og öðrum tómstundagreinum.  Við erum í samstarf við önnur íþróttafélög á

svæðinu og einnig við Gunnskólann á Hellu um skólasamfellu.  Við leitum eftir öflugum einstaklingum sem hafa

hug á að starfa við þjálfun, sem aðal þjálfarar eða aðstoðarmenn, í  hlutastarfi eftir skólatíma. Viðkomandi þarf

að hafa góða samskipta- og skipulagshæfileika,  menntun í hvers konar þjálfun er kostur.  Vinsamlegast hafið

samband við Guðmund í síma 868-1188 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.