Fjögur Íslandsmet slegin á einum mánuði.

Í desember síðastliðnum tók Sindri Freyr Seim Sigurðsson Ungmennafélaginu Heklu, þátt í fjórum frjálsíþróttamótum og gekk honum heldur betur vel í hlaupagreinunum. Þann 5. desember tók hann þátt í Ármannsmótinu og keppti þar í 4×200 metra boðhlaupi með A-sveit HSK/Selfoss 2002 í flokki 15 ára, þar sló sveitin Íslandsmet á tímanum 1:39,47 en gamla metið var 1:41,14 og var það búið að standa í 4 ár 11 mánuði og 6 daga. Sveitina skipuðu auk Sindra, Hákon Birkir Grétarsson, Jónas Grétarsson og Dagur Fannar Einarsson sem koma frá Selfossi en taka verður fram að Sindri er enn 14 ára.

A-sveit HSK/Selfoss 2002 í flokki 15 ára

Þann 16. desember var Aðventumót Ármanns 2017. Á því móti náði Sindri nýju Íslandsmeti í 200 metra hlaupi á tímanum 24,50 sekúndur, en gamla metið var rúmlega þriggja ára gamalt á tímanum 24,58 sekúndur.

Sindri Freyr á verðlaunapalli

Á Coca Cola-móti FH þann 21. desember sló Sindri Íslandsmet frá 15. desember 2014 í eigu Hinriks Snæs Steinssonar FH sem var 39,02 sekúndur, en Sindri hljóp 300 metrana á tímanum 38,45 sekúndur. Í einu og sama hlaupinu voru slegin þrjú aldursflokkamet. Hinrik Snær Steinsson FH setti nýtt aldursflokkamet í flokki 16-17 ára pilta er hann hljóp á tímanum 35,88 sekúndum. Dagur Fannar Einarsson Selfoss setti nýtt aldursflokkamet í flokki 15 ára pilta er hann hljóp á tímanum 37,95 sekúndum.

Þrjú aldursflokkamet slegin

Áramót Fjölnis var svo haldið 28. desember og keppti Sindri þar í 200 metra hlaupi og gerði hann sér lítið fyrir og sló 12 daga gamalt met sem hann átti sjálfur, þegar sem hann hljóp á tímanum 24,38 sekúndur. Þetta gera eins og áður sagði fjögur Íslandsmet á einum mánuði og er ánægjulegt að segja frá því að hann lokaði keppnisárinu með því að vera valinn í úrvalshóp Frjálsíþróttasamband Íslands veturinn 2017 til 2018 fyrir 200 metra hlaup. Það verður reglulega gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Sindri Freyr

 

UMF. Hekla.

 

 

   Fimleikar

Í dag tók Umf Hekla þátt í sínu fyrsta fimleikamóti eftir því sem best er vitað. Mótið fór fram í loftbelgnum í Hveragerði. Stóðu þau sig með miklum ágætum, engin spurning með það. Á myndinni sjáum við keppendurna ásamt þjálfurunum sínum.

 

Skákæfingar á Hellu

Loksins er það að hafast að koma á skákæfingum í vetur hjá okkur. Ætlar Umf Hekla að standa fyrir skákæfingum í Grunnskólanum á Hellu á þriðjudögum milli kl:14.00-15.00. Leiðbeinendur verða Björn Sigurðsson (Bjössi bank) og Ómar Helgason (Ómar í Lambhaga). Fyrsta æfing verður þriðjudaginn 3.11 (næsta þriðjudag) og viljum við benda foreldrum á að hvetja börn sín til þátttöku þar sem skák er afskaplega holl og góð íþrótt fyrir heilasellurnar. Stefnt verður á mótahald í vetur, innan sem utan skóla og verður látið vita að þeim viðburðum jafn óðum og þeir koma upp.

Frekari upplýsingar gefur

Guðmundur í síma:868-1188

 

 

 

Grunnskólamót Rangárvallasýslu í borðtennis

 Grunnskólamót Rangárvallasýslu í borðtennis verður haldið í íþróttahúsinu á Hellu föstudaginn 16. okt kl:17.00-19.00.                                    Keppt verður í eftirfarandi flokkum, sér í strákaflokki og sér í stelpuflokki:

3-5 bekkur

6-7 bekkur

8-10 bekkur

Hvetjum við sem flesta til að mæta og taka þátt í skemmtilegu móti. Þátttökuverðlaun verða veitt í yngsta flokknum                                            en verðlaunaskjöl fyrir 3 fyrstu sæti hinna flokkanna. Hægt verður að fá lánaða spað á staðnum.

 

Nánari upplýsingar veita

Guðmundur S:8681188

Ólafur Elí S:8486196

 

 

Dagskráin haustið 2015

Hér er nýjasta útgáfan af dagskrá vetrarins,hér inni er dagskráin hjá Umf Heklu, KFR og Féló. Ekki er reiknað með miklum breytingum en gæti þó orðið.