Kjördæmismót suðurlands í skák 2015

Föstudaginn 10. apríl fór fram kjördæmamótið í skólaskák á Suðurlandi. Það mættu 13 keppendur til leiks í yngri flokk og enginn í eldri flokki. Tefldar voru 6 umferðir eftir Monrad kerfi. Mótið var haldið í Fischersetri á Selfossi og sá SSON um framkvæmd keppninnar með dyggri aðstoð Ágústs Valgarðs úr Flóaskóla. Keppendur úr Grunnskólanum Hellu og Flóaskóla mættu til keppni. Almar Máni vann Heiðar Óla í úrslitaskák og er því kjördæmameistari Suðurlands 2015. Almar og Heiðar verða fulltrúar Suðurlands í Landsmótinu í skólaskák sem fer fram á Selfossi 30. apríl - 3 maí n.k.

 

Úrslit urðu þessi:

1. Almar Máni Þorsteinsson 5 vinningar

2. Heiðar Óli Guðmundsson 5 vinningar

3. Katla Torfadóttir 4 vinnningar

 

 

 

Verðlaunahafarnir með verðlaunin sín