Íslandsmót skólasveita í skák 2015

Helgina 25-26 apríl fór fram Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2015 í Rimaskóla fyrir börn í 1-7 bekk.

Grunnskólinn á Hellu sendi tvær sveitir til þátttöku. Þetta var fjölmennt mót með 48 sveitum, fjögur börn í hverri sveit.Tefldar voru alls 9 umferðir (5 á laugard, 4 á sunnud). Umhugsunartími var 10min. og svo 5 sek. bætt við eftir hvern leik. Þjálfari krakkanna er Björgvin Guðmundsson.

 

Helluskóli A var þannig skipuð:

Almar Máni Þorsteinsson

Heiðar Óli Guðmundsson

Katla Torfadóttir

Aron Birkir Guðmundsson

 

Helluskóli A lenti í 9. sæti með 22 1/2 vinning.

 

Helluskóli B var þannig skipuð:

Martin Patriyk Srichakham

Anton Schewing

Gunnar Guðmundsson

Ásbjörn Gústavsson

 

Helluskóli B lenti í 21sæti með 17 1/2 vinning.

Allir strákarnir eru í 4. bekk og er árangur þeirra feikilega góður.

 

A sveitin með liðsstjóranum Björgvini Guðmundssyni.

 

B sveitin með liðstjóranum Björgvini Guðmundssyni.