Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmótin sem eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þarf vart að kynna.  Mótin eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina.  Mótshaldari í sumar er UFA en mótið verður haldið á Akureyri þar sem öll íþróttaaðstaða er til fyrirmyndar. 

Íþróttagreinarnar eru margar en samhliða þeim er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  Keppendur eru á aldrinum 11 – 18 ára og er mótið öllum opið á þeim aldri.  Keppendur greiða eitt keppnisgjald sem er kr. 6.000.-  Frítt er á tjaldsvæðin en rukkað er fyrir afnot af rafmagni.

Keppnisgreinar á þessu móti eru: Badminton, Boccia, Bogfimi, Borðtennis, Dans, Fimleikar, Frisbígolf, Frjálsar, Glíma, Golf, Götuhlaup, Handbolti, Hestaíþróttir, Hjólreiðar, Judó, Keila, Knattspyrna, Körfubolti, Lyftingar, Motocross, Pílukast, Siglingar, Skák, Stafsetning, Strandblak, Sund, Taekwondo, Tölvuleikur, Upplestrarkeppni. Fötluðum einstaklingum er boðið að keppa í frjálsíþróttum og sundi.

Að þessu sinni mun mótið hefjast á fimmtudegi með golfi.  Aðrar keppnisgreinar hefjast á föstudagsmorgni eða síðar.   Mótssetningin verður eins og hefð er fyrir á föstudagskvöldið en mótinu verður slitið um miðnætti á sunnudag.

Ýmsar upplýsingar er komnar á heimasíðuna www.umfi.is og þær verða síðan uppfærðar jafnt og þétt fram að móti.

Frekari upplýsingar gefur Ómar Bragi Stefánsson í síma 898 1095 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

HSK hvetur fjölskyldur með börn og unglinga á aldrinum 11 – 18 ára til að taka þátt í þessu frábæra móti.  HSK áttu rúmlega 100 keppendur á síðasta unglingalandsmóti, sem haldið var á Sauðárkróki.  Líkt og undanfarin ár fá allir keppendur HSK treyju merkta HSK og Aroinbanka, en bankinn hefur til fjölda ára styrkt þátttöku HSK á mótinu.

 

Skráning

Ef áhugi er á að taka þátt í þessu frábæra móti get ég orðið ykkur innan handar með skráningu og ef einhverjar spurningar eru hafið endilega samband við Ómar Bragi í síma 898 1095 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða mig.

F.h. Umf Hekla

Guðmundur

S:868-1188