Héraðsleikar og aldursflokkamót í frjálsum 2015

Héraðsleikar- og Aldursflokkamót HSK verða haldin í Þorlákshöfn sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 10:00.  Keppt verður í  frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri. Héraðsleikarnir eru fyrir10 ára og yngri og aldursflokkamótið er fyrir 11 - 14 ára. Þetta eru tvö aðskilin mót þó þau fari fram á sama keppnisdegi.

Keppni hefst kl. 10:00 á laugardeginum og stendur til kl. 15:00.  Keppendur mega keppa að hámarki í 5 greinum, auk boðhlaups. Þeim er ekki heimilt að keppa upp fyrir sig í aldri, nema innan sama móts, í þeim greinum sem ekki er boðið upp á  í viðkomandi aldursflokki.  Tímaseðil má sjá á mótaforiti FRÍ, á www.fri.is   þegar nær dregur en frjálsíþróttaráð áskilur sér rétt til að breita tímaseðli þegar fjöldi þátttakenda er kominn í ljós.

 

Keppnisgreinar:

Aldursflokkamót HSK

Stúlkur og piltar 14 ára: 100 m hlaup - 800 m hlaup - 4x100 m boðhlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp – spjótkast – 80m grindahlaup.

Stúlkur og piltar 13 ára: 100 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp – spjótkast -80m grindahlaup. 

Stúlkur og piltar 12 ára: 60 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk – kúluvarp – spjótkast.

Stúlkur og piltar 11 ára: 60 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk – kúluvarp – spjótkast.

 

Héraðsleikar HSK

Stúlkur og piltar 10 ára: 60 m - 400 m- langstökk  - kúluvarp- hástökk.

Stúlkur og piltar 9 ára og yngri: 60 m – 400m- langstökk

 

Skráningarfrestur

Skráningarfrestur á mótið er til kl. 23:00 föstudaginn 12. júní nk. Mikilvægt er að skila fyrir þann tíma. Skráningar berist til Guðmundar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Umf Hekla þarf að leggja til 2 starfsmenn við langstökk og gott væri ef einhverjir gætu gefið sig fram þannig að við gætum skipt þessu á milli okkar.