Dósasöfnun


Félagið safnar dósum á völdum söfnunarstöðum á Hellu og nágrenni. Söfnunarílát eru á eftirtöldum stöðum: Við Olís, við Pakkhúsið á Hellu, við Árhús  og við sumarhúsabyggðina Ketlu.  Fjölmargir aðilar hafa komið dósum og flöskum beint til félagsins. Ef fólk hefur áhuga á að gefa félaginu dósir getur fólk haft samband við Guðmund í síma 868-1188 og dósirnar verða sóttar, ef þess er óskað. Söfnun dósa hefur skilað félaginu ágætum tekjum undanfarin ár.