Skólasamfella í íþróttastarfi


Samfella fyrir krakka í 5-10 bekk  mun verða í gangi á mánudögum og miðvikudögum milli kl:15.00-17.00 eins og síðustu ár. Það sem í boði verður er Fótbolti (KFR), karfa, hreysti , zumba, sund, fimleikar og frjálsar íþróttir (Umf Hekla). Framboð íþrótta getur breyst þegar líður á veturinn og fer það allt eftir þátttöku í hverri grein fyrir sig hvort henni er haldið áfram eða hvort henni er skipt út fyrir eitthvað annað. Sveitafélagið mun rukka fyrir þátttökuna í samfellunni  4.000 kr á önn (3x4.000kr fyrir veturinn). Ekki skiptir máli hvort barnið tekur þátt í einni grein eða öllum greinunum sem í boði eru. Er þetta til að hvetja til þess að krakkarnir taki þátt í öllu sem er í boði.