Fundargerð 30. október 2012


Fundur Ungmennafélagsins Heklu haldinn í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Hellu, þriðjudaginn 30. október 2012 kl. 18:00.

Mætt:  Guðmundur Jónasson, Erna Sigurðardóttir, Guðríður Tómasdóttir, Ásgeir Jónsson, Guðbjörg Arnardóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Hulda Karlsdóttir. 

Fundarefni:

Geymsluhúsnæði.

Rætt um að finna þurfi geymslu fyrir ýmislegt dót og muni í eigu ungmennafélagsins en ekki er lengur hægt að fá geymslu í húsi Orkuveitunnar.  Ákveðið að kanna hvort hægt sé að fá húsnæði á vegum sveitarfélagsins Rangárþings ytra eða hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. 

Greiðslur til þjálfara í ferðum.

Samþykkt að þjálfarar fái aukagreiðslur vegna móta.  Formanni falið að semja um laun við þjálfara.

Þjónstusamningu milli UMF Heklu og sveitarfélagsins Rangárþings ytra.

Vinna er í gangi við samninginn af hálfu UMF Heklu og verður fljótlega hægt að bera drög undir sveitarstjóra.

Félagsmiðstöð.  Ákveðið að senda ályktun til sveitarstjórnar Rangárþings ytra þar sem hvatt er til þess að félagsmiðstöð fyrir börn og ungmenni verði komið á fót í sveitarfélaginu. 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:45.

Heiðrún Ólafsdóttir, fundarritari.

Fundargerð 6. september 2012


Fundur Ungmennafélagsins Heklu haldinn í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Hellu, fimmtudaginn 6. september 2012 kl. 17:30.

Mætt:  Guðmundur Jónasson, Erna Sigurðardóttir,  Guðríður Tómasdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Hulda Karlsdóttir.

Fundarefni: 

Rætt um fyrirhugaða samfellu í íþrótta- og tómstundastarfi fyrir 5. – 10. bekk Grunnskólans á Hellu.

Samfella verður starfrækt mánudaga og miðvikudaga frá kl. 15:00 til kl. 17:00.  Samfellu verður skipt í þrjár annir og fylgir annaskiptum grunnskólans á Hellu.  Þáttökugjald verður kr. 4.000 fyrir hverja önn og sér sveitarfélagið Rangárþing ytra um innheimtu. 

UMF Hekla verður með dagskrá utan samfellu sem skiptist í tvær annir, fyrir og eftir áramót.

Taekwondo á þriðjudögum og fimmtudögum, þáttökugjald kr. 8.000 fyrir 16 ára og yngri og kr. 11.000 fyrir 17 ára og eldri fyrir hvora önn.

Körfubolti á fimmtudögum, þátttökugjald kr. 2.000 hvor önn, og sundæfing á föstudögum, þáttökugjald kr. 2.000 fyrir hvora önn.

Ekki verður veittur systkinaafsláttur. 

Rætt var um hvort eigi að setja félagsaðild í UMF Heklu sem skilyrði fyrir niðurgreiðslu þáttökugjalda.

Öll börn sem æfa á vegum UMF Heklu eru skráð í félagið.  Ákveðið var að ekki sé hægt að skilyrða foreldra til að vera skráð í félagið en þó sé mælst til þess þar sem styrkur felist í því að sem flestir félagar séu skráðir.

Formaður kynnti lauslega hugmyndir um að koma upp heimasíðu fyrir félagið og ætlar að ræða við Hafdísi Sigurðardóttur um hönnun síðunnar. 

Meðf. er stundatafla samfellu 5. – 10. bekkja og yfirlit dagskrár á vegum UMF Heklu haustið 2012. 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30.

Heiðrún Ólafsdóttir, fundarritari.