Fundargerð 19. desember 2011


Fundur Ungmennafélagsins Heklu haldinn í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Hellu, mánudaginn 19. desember 2011 kl. 20:00.

Mætt:  Guðmundur Jónasson, Erna Sigurðardóttir og Heiðrún Ólafsdóttir.

Fundarefni: 

Afgreitt milli funda:  Ákveðið var að gefa Grunnskólanum á Hellu 30 rassaþotur sem nota á í umhverfis- og útivistartímum.

Lagt fram til kynningar bréf frá formanni íþrótta- og tómstundanefndar Rangárþings ytra dags. 13. desember 2011 þar sem greint er frá framlögum sveitarfélagsins til íþróttafélaga árið 2011. 

Rætt um körfuboltaæfingar eldri flokks, 9. – 10. bekkur, þar sem Hróbjartur Heiðar Ómarsson þjálfari hættir störfum um miðjan febrúar.  Frekari umræðu frestað.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:30.

Heiðrún Ólafsdóttir, fundarritari.

Fundargerð 22. september 2011


Fundur Ungmennafélagsins Heklu haldinn í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Hellu, fimmtudaginn 22. september 2011 kl. 17:30.

Mætt:  Guðmundur Jónasson, Erna Sigurðardóttir, Ásgeir Jónsson, Guðríður Tómasdóttir, Olga Mörk Valsdóttir og Heiðrún Ólafsdóttir. 

Fundarefni:

Lagt fram bréf frá Íslenskri Getspá þar sem boðinn er styrkur til að gera skilti með númeri UMF Heklu til að setja upp á sölustöðum Íslenskrar Getspár. 

Erna tekur að sér að ræða við Ísl. Getspá og sölustaði á starfssvæði félagsins um gerð skiltis. 

Rætt um vetrarstarf UMF Heklu.

Guðmundi falið að skrifa sveitarfélaginu Rangárþingi ytra bréf og óska eftir styrktarsamningi.  Fyrri samningur rann út 30. júní 2011.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:50. 

Heiðrún Ólafsdóttir, fundarritari.