Lög félagsins


1. gr.
Félagið heitir Ungmennafélagið Hekla

2. gr.
Félagssvæði þess er Rangárvallahreppur

3. gr.
Markmið félagsins er að stuðla að eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs á félagssvæðinu ásamt öðrum menningarmálum.

4. gr.
Félagið er aðili að Héraðssambandinu Skarphéðni.

5. gr.
Aðalfund skal halda fyrir Héraðsþing HSK ár hvert og skal til hans boða bréflega eða á annan áberandi hátt með minnst viku fyrirvara. Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða og á jöfnum atkvæðum er tillaga felld. Allir fundir eru löglegir sé löglega til þeirra boðað.

6. gr.
Stjórn boðar til félagsfundar svo oft sem þurfa þykir með sama hætti og segir til um boðun aðalfundar. Skylt er að boða félagsfund ef 30% löglegra félagsmanna óska þess.

7. gr.
Á aðalfundi skal kjósa 5 manna stjórn: Formann, varaformann, gjaldkera og ritara. Kjósa skal einn meðstjórnanda og tvo menn í varastjórn. Einnig skal kjósa tvo skoðunarmenn og einn til vara.

8. gr.
Á aðalfundi skal kosið í starfsnefndir eftir því sem þurfa þykir og hæfir starfsemi félagsins hverju sinni. Ávallt skal kjósa fullgrúa á HSK þing og minnst eina íþróttanefnd. Aðalfundur ákvarðar félagsgjald.

9. gr.
Allir geta orðið félagar í Umf. Heklu. Kosningaréttur miðast við 10 ára og eldri. Allir nýir félagar skulu bornir upp á aðalfundi til samþykktar. Stjórn er heimilt að veita nýjum félögum bráðabirgðaaðild milli aðalfunda.

10. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið og skal gjaldkeri annast allar fjárreiður félagsins.

11. gr.
Halda skal glöggt félagatal þar sem fram kemur nafn, kennitalaog heimilisfang hvers félaga.

12. gr.
Leggist starfsemin félagsins niður skal sjóður félagsins ávaxtast í viðskiptabanka félagsins. Verði ekki, innan tíu ára, stofnað annað félag sem starfar á sama grundvelli skal viðskiptabanki færa sveitastjórn eignir félagins til ráðstöfunar.