Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmótin sem eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þarf vart að kynna.  Mótin eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina.  Mótshaldari í sumar er UFA en mótið verður haldið á Akureyri þar sem öll íþróttaaðstaða er til fyrirmyndar. 

Íþróttagreinarnar eru margar en samhliða þeim er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  Keppendur eru á aldrinum 11 – 18 ára og er mótið öllum opið á þeim aldri.  Keppendur greiða eitt keppnisgjald sem er kr. 6.000.-  Frítt er á tjaldsvæðin en rukkað er fyrir afnot af rafmagni.

Keppnisgreinar á þessu móti eru: Badminton, Boccia, Bogfimi, Borðtennis, Dans, Fimleikar, Frisbígolf, Frjálsar, Glíma, Golf, Götuhlaup, Handbolti, Hestaíþróttir, Hjólreiðar, Judó, Keila, Knattspyrna, Körfubolti, Lyftingar, Motocross, Pílukast, Siglingar, Skák, Stafsetning, Strandblak, Sund, Taekwondo, Tölvuleikur, Upplestrarkeppni. Fötluðum einstaklingum er boðið að keppa í frjálsíþróttum og sundi.

Að þessu sinni mun mótið hefjast á fimmtudegi með golfi.  Aðrar keppnisgreinar hefjast á föstudagsmorgni eða síðar.   Mótssetningin verður eins og hefð er fyrir á föstudagskvöldið en mótinu verður slitið um miðnætti á sunnudag.

Ýmsar upplýsingar er komnar á heimasíðuna www.umfi.is og þær verða síðan uppfærðar jafnt og þétt fram að móti.

Frekari upplýsingar gefur Ómar Bragi Stefánsson í síma 898 1095 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

HSK hvetur fjölskyldur með börn og unglinga á aldrinum 11 – 18 ára til að taka þátt í þessu frábæra móti.  HSK áttu rúmlega 100 keppendur á síðasta unglingalandsmóti, sem haldið var á Sauðárkróki.  Líkt og undanfarin ár fá allir keppendur HSK treyju merkta HSK og Aroinbanka, en bankinn hefur til fjölda ára styrkt þátttöku HSK á mótinu.

 

Skráning

Ef áhugi er á að taka þátt í þessu frábæra móti get ég orðið ykkur innan handar með skráningu og ef einhverjar spurningar eru hafið endilega samband við Ómar Bragi í síma 898 1095 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða mig.

F.h. Umf Hekla

Guðmundur

S:868-1188

 

 

 

Áburðarsala

Umf Hekla mun standa fyrir sölu á áburði  eins og síðustu ár. Um góðan garðáburð er að ræða sem nýtist bæði á plöntur og gras. Seldur verður áburður í 12 kg fötum . Verð á fötu verður kr: 3.300. Þeir sem áhuga hafa á því að styrkja gott málefni og fá áburð á góðu verði  geta  pantað áburð hjá Guðríði í síma:566-8599,897-6986 eða póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða hjá Guðmundi í síma 8681188 eða póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , en einnig verður gengið í hús.  Verður áburðinum keyrt heim til fólks.

 

 

Íslandsmót skólasveita í skák 2015

Helgina 25-26 apríl fór fram Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2015 í Rimaskóla fyrir börn í 1-7 bekk.

Grunnskólinn á Hellu sendi tvær sveitir til þátttöku. Þetta var fjölmennt mót með 48 sveitum, fjögur börn í hverri sveit.Tefldar voru alls 9 umferðir (5 á laugard, 4 á sunnud). Umhugsunartími var 10min. og svo 5 sek. bætt við eftir hvern leik. Þjálfari krakkanna er Björgvin Guðmundsson.

 

Helluskóli A var þannig skipuð:

Almar Máni Þorsteinsson

Heiðar Óli Guðmundsson

Katla Torfadóttir

Aron Birkir Guðmundsson

 

Helluskóli A lenti í 9. sæti með 22 1/2 vinning.

 

Helluskóli B var þannig skipuð:

Martin Patriyk Srichakham

Anton Schewing

Gunnar Guðmundsson

Ásbjörn Gústavsson

 

Helluskóli B lenti í 21sæti með 17 1/2 vinning.

Allir strákarnir eru í 4. bekk og er árangur þeirra feikilega góður.

 

A sveitin með liðsstjóranum Björgvini Guðmundssyni.

 

B sveitin með liðstjóranum Björgvini Guðmundssyni.

 

 

 

Kjördæmismót suðurlands í skák 2015

Föstudaginn 10. apríl fór fram kjördæmamótið í skólaskák á Suðurlandi. Það mættu 13 keppendur til leiks í yngri flokk og enginn í eldri flokki. Tefldar voru 6 umferðir eftir Monrad kerfi. Mótið var haldið í Fischersetri á Selfossi og sá SSON um framkvæmd keppninnar með dyggri aðstoð Ágústs Valgarðs úr Flóaskóla. Keppendur úr Grunnskólanum Hellu og Flóaskóla mættu til keppni. Almar Máni vann Heiðar Óla í úrslitaskák og er því kjördæmameistari Suðurlands 2015. Almar og Heiðar verða fulltrúar Suðurlands í Landsmótinu í skólaskák sem fer fram á Selfossi 30. apríl - 3 maí n.k.

 

Úrslit urðu þessi:

1. Almar Máni Þorsteinsson 5 vinningar

2. Heiðar Óli Guðmundsson 5 vinningar

3. Katla Torfadóttir 4 vinnningar

 

 

 

Verðlaunahafarnir með verðlaunin sín

 

 

Íslandsmeistaramót unglinga í borðtennis 2015

Helgina 21-22 mars fór fram íslandsmeistaramót Unglinga í borðtennis í TBR húsinu í Reykjavík. Þar voru 3. Keppendur frá Umf Hekla. Heiðar Óli Guðmundsson varð í 3-4 sæti í flokki 12-13 ára drengja og Aron Birkir Guðmundsson og Þorgils Gunnarsson urðu í 2. sæti í tvíliðaleik í flokki 12-13 ára þar sem þeir töpuðu í stórskemmtilegum hörku úrslitaleik, þar sem þeir hefðu alveg getað stolið sigri  með smá heppni.

Aron Birkir, Þorgils og Heiðar Óli með verðlaunin sín frá Íslandsmótinu í borðtennis

 

 

Umf Hekla Héraðsmeistarar í skák 16 ára og yngri 2015

Laugardaginn 7.febrúar  stóð Umf Hekla fyrir héraðsmóti HSK í skák 16 ára og yngri í Grunnskólanum á Hellu, þar sem fjögur félög mættu með keppendur til leiks. Mótið var skemmtilegt og sést glöggt að miklar framfarir eiga sér stað í skákinni á suðurlandi og er það gleðilegt að sjá þar sem lögð er talsverð rækt við hana hjá einhverjum félögum.Tefldar voru 6 umferðir. Tæplega 20 keppendur mættu til leiks, en keppnisfyrirkomulagið var þannig að allir keppendur tefldu í einu móti en fundin var síðan út röð keppenda í hverjum flokki fyrir sig eftir stöðu þeirra í mótinu að því loknu. Engir keppendur mættu til leiks í elsta flokknum 14-16 ára. Umf Hekla vann stigabikar HSK og er þ.a.l. héraðsmeistari HSK, fékk félagið 31. stig. Í öðru sæti varð Þjótandi með 9. stig í þriðja sæti varð Dímon með 1. stig. Úrslit flokkanna urðu eftirfarandi:

10 ára og yngri

Anton Fannar Scheving    Umf Hekla   4 vinningar

Gunnar Guðmundsson      Umf Hekla   4 vinningar

Sigurjón Reynisson           Þjótandi       4 vinningar

 

11-13 ára

1. Almar máni Þorsteinsson  Umf Hekla   5,5 vinningar

2. Katla Torfadóttir                Umf Hekla   5 vinningar

3. Heiðar Óli Guðmundsson  Umf Hekla   4,5 vinningar

 

Héraðsmeistarar Umf Heklu í skál 16 ára og yngri