Héraðsmót HSK í frjálsum 11-14 ára

Laugardaginn 10. jan 2015 var haldið Héraðsmót HSK í frjálsum íþróttum í nýrri frjálsíþróttahöll FH í Kapplakrika í Hafnarfirðinum. Umf Hekla átti þar 8 keppendur og stóðu þau sig með prýði. Besta afrek okkar krakka vann Garíel Snær Ólafsson í kúluvarpi í flokki 11 ára drengja þar sem hann vann og varð héraðsmeistari. Hér neðar er hægt að sjá helstu framistöðu okkar krakka.

Aron Birkir Guðmundsson 12. ára drengir, kúluvarp 3. sæti

Baldur Steindórsson 12. ára drengir, 60m 3. sæti, Langstökk 4. sæti og 800m 3. sæti

Gabríel Snær Ólafsson 11. ára drengir, kúluvarp 1. sæti

Goði Gnýr Guðjónsson 11. ára drengir, 60m 3. sæti, 800m 2. sæti

Heiðar Óli Guðmundsson 13. ára drengir, 800m 2. sæti, Langstökk 6. sæti

Kolbrá Hekla Guðjónsdóttir 13 ára stúlkur, 800m 4. sæti

Sindri Freyr Seim Sigurðsson 12. ára drengir, 60m 2. sæti, Langstökk 2. sæti og Hástökk 2. sæti

 

Keppendur Umf Heklu á Héraðsmóti HSK 11-14 ára innanhúss 2015.

 

 

Sveitakeppni HSK í skák 2014

 Árleg sveitakeppni HSK í skák fór fram í Selinu á Selfossi miðvikudagskvöldið 17. desember.  Löng hefð er fyrir þessari keppni og leggja aðildarfélög alla jafna nokkuð á sig til að taka þátt.  Í ár voru það sex sveitir sem tefldu fram keppendum.  Það voru þessar sveitir: Selfoss, Gnúpverjar, Hekla A, Hekla B, Dímon og Baldur.

 Venju samkvæmt var barist á öllum borðum og grið sjaldan gefin. Þrjár sveitir voru áþekkar að styrkleika að virtist, Selfyssingar, Baldursmenn og Heklumenn, enda fór það svo að þessar sveitir voru í einum hnappi fyrir síðustu umferð. Baldur með 12,5 vinninga, Selfoss með 11,5 vinninga og Hekla með 11 vinninga.

 Staða Selfoss líklega sýnu best enda mættust Hekla og Baldur í síðustu umferð, sú viðureign endaði með öruggum 3-1 sigri Heklu.  Á sama tíma vann Selfoss B-sveit Heklu, sem skipuð er gríðarlega efnilegum börnum frá Hellu, með fullu húsi.

 Þetta gerði það að verkum að Selfoss vann keppnina, nokkuð verðskuldað, enda unnu þeir allar sínar viðureignir. 

                                                                                                               F/h HSK  Magnús Matthíasson

Lokastaðan:

 1. Selfoss: 15,5 vinningar

 2. Hekla A: 14 vinningar

 3. Baldur: 13,5 vinningar

 4. Dímon: 8 vinningar

 5. Gnúpverjar: 6 vinningar

 6.Hekla B: 3 vinningar

 Sveitir Umf Heklu voru skipaðar eftirfarandi aðilum: A- sveit Björgvin Guðmundsson, Björgvin Helgason, Björn Sigurðsson og Sigurður Skagfjörð.  B-sveit Heiðar Óli Guðmundsson, Almar Máni Þorsteinsson, Katla Torfadóttir og Aron Birkir Guðmundsson.

 

 Þrjár efstu sveitir í sveitakeppni HSK 2014

 

 

 

 

Héraðsmót HSK í borðtennis 2014

Föstudaginn 14.nóvember síðastliðinn fór fram héraðsmót HSK í borðtennis á Hvolsvelli. Hekla átti þar nokkra keppendur sem stóðu sig með mikilli prýði. Eignuðumst við þar tvo HSK meistara og einnig voru þarna nokkrir krakkar sem unnu til verðlauna. Árangur krakkanna frá Heklu var eftirfarandi:

12 -13 ára strákar

Heiðar óli Guðmundsson 1. Sæti

 

12-13 ára stelpur

Hekla Steinarsdóttir 3-4 sæti

 

11 ára og yngri strákar

Þorgils Gunnarsson 1. Sæti

Aron Birkir Guðmundsson 2. Sæti

Gabríel Snær Ólafsson 3-4 sæti

Dagur Steinn Ólafsson

Unnar Jón Ásgeirsson

 

 

Heiðar Óli Guðmundsson á verðlaunapalli

 

Þáttakendur í flokki 11 ára og yngri

 

 

Opna Rangæingamótið í skák 15 ára og yngri

Laugardaginn 22.nóvember síðastliðinn stóð Umf Hekla fyrir Opna Rangæingamótinu í Skák 15 ára og yngri og fór mótið fram í Safnaðarheimili Oddakirkju á Hellu . Rúmlega 20 keppendur tóku þátt í mótinu og komu keppendurnir frá  þremur félögum úr Rangárvallasýslu og úr Flónum, tefldar voru 6umferðir. Urðu úrslitin á mótinu eftirfarandi:

 

          Flokkur 9 ára og yngri

1.   Anton Fannar Scheving  Umf Hekla   6. vinningar

2.   Martin Patriyk Srichakham  Umf Hekla  5. vinningar 

3-4. Ásbjörn Óli Gústavsson  Umf Hekla   4. vinningar            

3-4. Gunnar Guðmundsson  Umf Hekla    4. vinningar

 

    Flokkur 10-12 ára

1. Almar Máni Þorsteinsson  Umf Hekla   5,5 vinningar

2. Heiðar Óli Guðmundsson  Umf Hekla  5,0 vinningar

3. Katla Torfadóttir  Umf Hekla  4,5 vinningar

 

     Flokkur 13-15 ára

1.    Óli Jón Ólason  Dímon  5. vinningar

2.    Jón Pétur Þorvaldsson Dímon 3 vinningar

3-4.   Benedikt Óskar Benediktsson Dímon 2. vinningar

3-4.   Ágúst Aron Guðjónsson Dímon  2. vinningar

 

 

Hópmynd af öllum keppendum mótsins.

 

 

 

 

Aldursflokkamót Dímons í borðtennis 2014

Laugardaginn 25. Okt fór fram á Hvolsvelli Aldursflokkamót Dímons í borðtennis og átti Umf Hekla þar 6 keppendur. Mótið er eitt þriggja móta sem fer fram í haust þar sem krakkarnir keppa um rétt til að keppa á úrslitamóti sem fer fram eftir áramót. Á úrslitamótinu keppa 8 stigahæstu keppendurnir í hverjum aldursflokki. Á mótinu á Hvolsvelli áttum við keppendur í verðlaunasætum eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Einliðaleikur drengja fæddir 2004 og síðar

2. sæti Unnar Jón Ásgeirsson

3.-4. sæti Gabríel Ólafsson

 

Einliðaleikur drengja fæddir 2002 -2003

3.-4. sæti Heiðar Óli Guðmundsson

3.-4. sæti  Þorgils Gunnarsson


 

 

 

Vetrarmót Umf Heklu í skák 16 ára og yngri

Vetrarmót Heklu í skák hófst  mánudaginn 6. Okt  kl. 16 (byrjaði viku fyrr en til stóð, þar sem allri voru mættir og meira til).  Handvalið (byggt á getu og ástundun)  er í A-flokk og eru 10 keppendur í flokknum.Allir tefla við alla og umhugsunartími hvors keppanda 25 mín.  Það er því aðeins tefld ein skák á hverjum mánudegi þar sem skákin getur tekið um 50 mín. Ég legg mikla áherslu á að keppendur noti tímann sinn vel og ljúki ekki skákinni á 5 min. Mótið fór vel á stað og eru allir spenntir með framhaldið. Ef einhver getur ekki mætt, verður skákinni frestað og teflt síðar. Vonandi þarf ekki mikið að fresta skákum.    Þeir krakkar sem eru ekki í A-flokki verða sér en stefnan er að vera líka með mót í B-flokki  ef nægileg þátttaka verður, annars verður tíminn hjá þeim nýttur til skákkennslu.

 

F.h. Umf Heklu

Björgvin Guðmundsson