1. bekkur fær boli

Hefð hefur verið fyrir því síðustu ár að Umf Hekla færi nemendum í 1. bekk í Grunnskólanum á Hellu boli með félagsmerkinu að gjöf. Vekur þetta gjarnan mikla lukku og er stundum mikið um spurningar og pælingar hjá krökkunum. Verktakafyrirtækið Þjótandi gefur Umf Heklu bolina og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Á myndinni má sjá formann Umf Heklu með krökkunum við þetta tækifæri.

 

 

 

Hraðmót HSK í blaki 2014

A-lið Dímon/Hekla komu sáu og sigruðu á hraðmóti HSK í blaki kvenna sem haldið var í íþróttahúsinu á Hellu fimmtudagskvöldið 16.okt síðastliðinn. Spilaðir voru 6 leikir það sem þessir snillingar unnu 11 hrinur af 12 sem nægði þeim til sigurs. Við óskum þeim til hamingju með þennan flotta árangur.

 

 

Unglingamót KR í borðtennis 2014

Laugardaginn 27.9.2014 tóku þrír þátttakendur frá Umf Heklu þátt í Unglingamóti KR í borðtennis (flokki 11-12 ára drengja) sem fór fram í Hagaskólanum í Reykjavík. Komust kapparnir allir á verðlaunapall og urðu úrslitin eftirfarandi:

2 sæti. Heiðar Óli Guðmundsson

3-4 sæti. Aron Birkir Guðmundsson

3-4 sæti. Þorgils Gunnarsson

 

 

 

 

KÖRFUBOLTAFJÖLSKYLDAN

EVRÓPUMÓTIÐ Í KÖRFUKNATTLEIK Í SEPTEMBER 2015

Það þarf einbeittan vilja og getu til að komast áfram úr undankeppni karlalandsliða Evrópu í körfuknattleik. Landsliðinu okkar tókst það í fyrsta sinn í sögu íslensks körfuknattleiks með frábærum leik sínum fyrir fullu húsi áhorfenda í Laugardalshöllinni. Breyttir tímar og ný viðhorf - ný tækifæri blasa við.

VILTU VERA MEÐ?

Nú þurfum við – körfuboltafjölskyldan – að sýna og sanna að við mætum öll til leiks með því að styðja við landsliðið okkar með myndarlegum fjárhagslegum stuðningi. Ef við gerum það ekki verða fáir til þess - ef við gerum það myndarlega munu margir fylgja okkar fordæmi! Hópur 30 fyrrum körfuknattleiksmanna, landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn íslensks körfuknattleiks stóðu að fundi 16. september til að ræða hvernig afla megi 6 –7 milljónum króna meðal okkar til að styðja við þátttöku okkar stráka í keppninni.

Með því að afla stuðningsmanna sem vilja skuldbinda sig í 10 mánuði til að greiða 2.000–5.000 kr. á mánuði með greiðslukorti eða greiðsluseðlum getum við með sameiginlegu átaki náð ofangreindu takmarki. Þessara stuðningsmanna þarf að afla á næstu 3- 4 vikum og hyggst hópurinn styðja við átakið með góðri kynningu í fjölmiðlum til þess að ná til fleiri landsmanna sem vilja leggja okkur lið. Meðfylgjandi er eyðublað til fjölfjöldunar og dreifingar innan vébanda félags þíns þar sem stuðningsaðilar fylla út umbeðnar upplýsingar. Áhersla er á að ná til einstaklinga og einnig þeirra sem eftir atvikum geta látið fyrirtæki í sinni eigu standa straum að greiðslum. Að öðru leyti skal ekki leitað til fyrirtækja þar sem við viljum ekki trufla fjáraflanir félaganna okkar. KKÍ mun bjóða einum aðila úr hópi þessara styrktaraðila fría ferð og gistingu á mótið.

TÖKUM NÚ STRAX MYNDARLEGA Á ÞVÍ AÐ SAFNA UNDIRSKRIFTUM OG STYÐJA VIÐ STRÁKANA OKKAR Á EM. STUÐNINGUR OKKAR VERÐUR ÞEIM MIKIL HVATNING!

Nánari upplýsingar gefa: Einar Bollason 860 7000 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. – Kolbeinn Pálsson 821 1433 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.           Gunnar Gunnarsson 892 6274 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - Helgi Ágústsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - Jón Otti Ólafsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ s. 698-7574 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Einnig er hægt að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 Framkvæmdanefnd.

 

 

 

Taekwondo


 

Ungmennafélagið Hekla ætlar í samvinnu við Taekwondo deild Umf.Selfoss að bjóða uppá æfingatíma í Taekwondo í íþróttahúsinu á Hellu. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum. Í þessa tíma má einnig mæta fólk sem er  eldra,      ef það hefur áhuga.

Æfingatímar

Þriðjudagar: 15.00 -15.55, 9 ára og yngri. 16.00-16.55, 10 ára og eldri.

Fimmtudagar: 16.00-16.55, 9 ára og yngri. 17.00-17.55, 10 ára og eldri.

Einnig getur fólk sótt æfingar á Selfossi að vild og borgar ekki aukalega fyrir það.

Kennari: Daníel Jens Pétursson 1.Dan.

Fyrsti tími verður þriðjudaginn 2. sept. Komið endilega og prófið eitthvað nýtt og spennandi, þetta er íþrótt sem getur verið fyrir alla hvort sem einstaklingurinn hefur verið mikið eða lítið í öðrum íþróttum. Komið í prufutíma. Allir eru velkomnir. Æfingagjöld verða kr:9.000 fram að áramótum.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg S:865-4444

 

 

Dagskrá Umf Heklu haust 2014