Nettó mót í körfu


Helgina 1-2 mars 2014 fór fram hið árlega Nettómót í körfubolta í Reykjanesbæ. Umf Hekla sendi eitt strákalið og eitt stelpulið til keppni. Ekki eru talin stig í þessu móti og svo sem ekki á hreinu með úrslit leikja en hjá báðum liðum gekk þetta svona upp og ofan. Mikil ánægja var samt hjá krökkunum með mótið og voru þau mjög sátt við sitt hlutskipti og var það tilgangur ferðarinnar. Hér fyrir neðan sjáum við liðsmyndir af okkar krökkum sem teknar voru á mótinu.

 

 

 

Umf Hekla héraðsmeistari HSK í skák 16 ára og yngri 2014


Laugardaginn 22.2.2014 fór fram Héraðsmót HSK í skák í Grunnskólanum á Hellu. 30 keppendur tóku þátt og komu þeir frá 4. Félögum. Keppnin fór val fram og var bæði jöfn og skemmtileg og er mót þetta vonandi komið til með að vera, sem er full þörf fyrir. Sérstaklega var keppnin í yngsta flokknum 10 ár og yngri skemmtileg og spennandi  þar sem þrír efstu menn urðu jafnir með 5. vinninga af 6. mögulegum, var stigareikningur síðan látin ráða niðurröðun keppenda. Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

10 ára og yngri

1. Gunnar Guðmundsson    Umf.Hekla       5. Vinningar

2. Anton Fannar Kristinsson   Umf.Hekla    5. Vinningar

3. Martin Patryk Srichakam   Umf.Hekla     5. Vinningar

 

11-13 ára

1. Almar Máni Þorsteinsson   Umf.Hekla              5. Vinningar

2. Heiðar Óli Guðmundsson  Umf.Hekla               4. Vinningar

3. Gunnheiður Guðmundsdóttir   Umf.Hekla       3. Vinningar

 

14-16 ára

1.  Axel Guðmundsson   Dímon         1. Vinningur

2.  Jana Lind Ellertsdóttir   Garpur    0. Vinningur

 

Stigakeppni félaga

Umf.Hekla    34 Stig

Dímon            8 Stig

Garpur            7 Stig

Þjótandi         4 Stig

 

 

 Keppendur Umf Heklu á mótinu

 

 

Frjálsar íþróttirFrá áramótum hefur mikið verið um að vera í frjálsíþróttum hjá krökkunum hjá okkur og hafa þau tekið þátt í þremur mótum frá áramótum. Rangæingamót 11-14 ára sem haldið var á Hellu 10. Jan.

Meistaramót HSK 11-14 ára sem fór fram 18. jan og fór mótið fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugadal í Reykjavík ognáðist þar fínn árangur og varð Umf Hekla í 5. sæti í stigakeppninni.  Varð Baldur Steindórsson þar héraðsmeistari í sínum aldursflokki 11 ára drengir í 60m og 800m hlaupum. Einnig varð hann í 3. sæti í langstökki 4. Í hástökki og 2. kúluvarpi. Aron Birkir Guðmundsson varð í þriðja sæti í kúluvarpi í sama flokki.  Kolbrá Hekla Guðjónsdóttir varð í öðru sæti í 60m hlaupi og langstökki í flokki 12 ára stelpna. Hekla Steinarsdóttir varð í 8. Sæti í 60m hlaupi, 5. í hástökki í sama flokki.  Klaudia Wieckowska varð héraðsmeistari í kúluvarpi í flokki 13 ára stúlkna. Heiðar Óli Guðmundsson varð 3. í kúluvarpi í flokki 12 ára drengja.  

Síðan var það Meistaramót Íslands 11-14 ára sem haldið var í  í Laugadal í Reykjavík.   Þar kepptu Aron Birkir Guðmundsson, Baldur Steindórsson, Heiðar Óli Guðmundsson, Hekla Steinarsdóttir,Klaudia Wieckowska og Sindri Seim Sigurðsson og náðu þau ágætum árangri þó ekki væru þau á verðlaunapalli. Ekki hafa úrslit mótsins verið birt þannig að ekki er hægt að geta þeirra hér.

 


                                              Baldur Steindórsson með verðlaunin sín á Héraðsmótinu.

 

 

Körfuboltaæfing á vegum Breiðabliks


Á föstudaginn var (30.ágúst) fór fram í íþróttahúsinu á Hellu körfuboltaæfing þar sem aðal þjálfarar meistaraflokks Breiðablik í körfubolta leiðbeindu krökkunum okkar.

Aðalþjálfarar hjá Breiðablik eru:

Borce Ilievski þjálfari meistaraflokks karla 

Andri Þór Kristinsson þjálfari meistaraflokks kvenna
Baldur Már Stefánsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla 

 

Krökkunum var skipt í tvo hópa, annarsvegar krakkar úr 1-4 bekk og annarsvegar 5-10 bekk. Heldur fámennt var á æfingunni hjá yngri krökkunum, en voru þau mjög ánægð með þetta og vonandi skilar það sér. Tæplega 30 krakkar mættu á æfinguna hjá eldri krökkunum og voru þau einnig mjög ánægð með hana. Vonumst við til þess að að þetta kveiki í áhuganum hjá eldri krökkunum þar sem körfuboltaáhuginn hefur farið frekar niður á við síðustu ár.

Eftir báðar æfingarnar var krökkunum boðið uppá Pizzu í boði Umf Heklu, þannig að þau fóru södd og sæl heim eftir þennan skemmtilega tíma.

 

Fimleikar á Hellu


Fimleikaæfingar verða á vegum Ungmennafélagsins Heklu í íþróttahúsinu á Hellu frá og með 6. sept. næstkomandi.  Þjálfarar verða meistaraflokkskeppendur og þjálfarar frá fimleikadeild Selfoss þær Sigrún Jónsdóttir og Margrét Lúðvíksdóttir.  Boðið verður upp á æfingar fyrir börn í 1.-6. bekk í tveimur hópum á föstudögum kl. 16:30 – 18:00 fyrir yngri iðkendur og 18:00-19:30 fyrir eldri iðkendur. Athugið að takmarkaður fjöldi er í báða hópanna.  Verð kr. 6.000 fyrir haustönn. Veittur er 50% systkinaafsláttur.

Skráning er hjá Huldu Karlsdóttur
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , og í síma 695-1708.

 

Taekwondo á Hellu


Ungmennafélagið Hekla ætlar í samvinnu við Taekwondo deild Umf Selfoss að bjóða uppá Taekwondo í þróttahúsinu á Hellu fyrir börn á aldrinum 6-16 ára sem og aðra sem áhuga hafa. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum. Í þessa tíma má einnig mæta fólk sem er eldra, ef það hefur áhuga og getur mætt.

Æfingatímar:
Þriðjudagar: 15.00 -15.55, 9 ára og yngri. 16.00-16.55, 10 ára og eldri.
Fimmtudagar: 16.00-16.55, 9ára og yngri. 17.00-17.55, 10 ára og eldri.

Kennari: Daníel Jens Pétursson 1.Dan. Fyrsti tími verður þriðjudaginn 3. sept. Komið endilega og prófið eitthvað nýtt og spennandi, þetta er íþrótt sem getur verið fyrir alla hvort sem einstaklingurinn hefur verið mikið eða lítið í öðrum íþróttum. Komið í prufutíma. Allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar:
Guðbjörg S:865-4444