Íþrótta- og tómstundanámskeið

 

Íþrótta og tómstundanámskeið verður á vegum Umf Heklu  á Hellu frá 10.– 21. ágúst á virkum dögum kl. 8:00-12:00

fyrir börn fædd á árunum 2002-2009. Verðandi  1. bekkingar eru boðnir velkomnir á námskeiðið.  Fjölbreytt dagskrá verður í boði, sem sniðin verður  að aldri barnanna. Verð kr. 6.000 fyrir viku og kr. 10.000 fyrir 2 vikur ef greitt er við skráningu.  50% systkinaafsláttur.  Umsjónarmenn námskeiðsins eru Þórunn Inga Guðnadóttir og Erla Sigurðardóttir.  Skráning og greiðsla (enginn posi) fer fram í matsalnum í Íþróttamiðstöðinni á Hellu fimmtudaginn 6.8. kl. 17.00-19.00.  Nánari upplýsingar hjá Þórunn í síma 866-0005

Ath. að það er nauðsynlegt að skrá börnin, þeim er ekki leyfilegt að mæta án skráningar forráðamanna.  Vakin er athygli á að mæting á námskeiðið á morgnana er frá kl. 8-9, ekki er leyfilegt, nema sérstakar aðstæður koma upp, að mæta eftir kl. 9 og skal þá vera í samráði við umsjónarmenn.


  
  Leiðbeinandi - Þjálfari

 

Hefur þú áhuga á að starfa með börnum og unglingum?

Langar þig að vinna að því að efla og byggja upp fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf?

 

Umf Hekla er íþróttafélag í Rangárþingi Ytra með um 450 félagsmenn.  Hjá Umf Heklu er stundað öflugt  starf í hefðbundnum íþróttagreinum sem og öðrum tómstundagreinum.  Við erum í samstarf við önnur íþróttafélög á

svæðinu og einnig við Gunnskólann á Hellu um skólasamfellu.  Við leitum eftir öflugum einstaklingum sem hafa

hug á að starfa við þjálfun, sem aðal þjálfarar eða aðstoðarmenn, í  hlutastarfi eftir skólatíma. Viðkomandi þarf

að hafa góða samskipta- og skipulagshæfileika,  menntun í hvers konar þjálfun er kostur.  Vinsamlegast hafið

samband við Guðmund í síma 868-1188 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Frjálsíþróttaæfingar í sumar

Frjálsíþróttaæfingar munu verða á íþróttavellinum á Hellu á miðvikudögum og föstudögum kl:13.00 í sumar, eins lengi og einhver mæting verður. Þjálfari verður Rúnar Hjálmarsson. Endilega hvetja krakkana til að koma og taka þátt.

 

Héraðsleikar og aldursflokkamót í frjálsum 2015

Héraðsleikar- og Aldursflokkamót HSK verða haldin í Þorlákshöfn sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 10:00.  Keppt verður í  frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri. Héraðsleikarnir eru fyrir10 ára og yngri og aldursflokkamótið er fyrir 11 - 14 ára. Þetta eru tvö aðskilin mót þó þau fari fram á sama keppnisdegi.

Keppni hefst kl. 10:00 á laugardeginum og stendur til kl. 15:00.  Keppendur mega keppa að hámarki í 5 greinum, auk boðhlaups. Þeim er ekki heimilt að keppa upp fyrir sig í aldri, nema innan sama móts, í þeim greinum sem ekki er boðið upp á  í viðkomandi aldursflokki.  Tímaseðil má sjá á mótaforiti FRÍ, á www.fri.is   þegar nær dregur en frjálsíþróttaráð áskilur sér rétt til að breita tímaseðli þegar fjöldi þátttakenda er kominn í ljós.

 

Keppnisgreinar:

Aldursflokkamót HSK

Stúlkur og piltar 14 ára: 100 m hlaup - 800 m hlaup - 4x100 m boðhlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp – spjótkast – 80m grindahlaup.

Stúlkur og piltar 13 ára: 100 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp – spjótkast -80m grindahlaup. 

Stúlkur og piltar 12 ára: 60 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk – kúluvarp – spjótkast.

Stúlkur og piltar 11 ára: 60 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk – kúluvarp – spjótkast.

 

Héraðsleikar HSK

Stúlkur og piltar 10 ára: 60 m - 400 m- langstökk  - kúluvarp- hástökk.

Stúlkur og piltar 9 ára og yngri: 60 m – 400m- langstökk

 

Skráningarfrestur

Skráningarfrestur á mótið er til kl. 23:00 föstudaginn 12. júní nk. Mikilvægt er að skila fyrir þann tíma. Skráningar berist til Guðmundar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Umf Hekla þarf að leggja til 2 starfsmenn við langstökk og gott væri ef einhverjir gætu gefið sig fram þannig að við gætum skipt þessu á milli okkar.

 

 

 

Fimleikanámskeið sumarið 2015

Fimleikanámskeið verður í Íþróttamiðstöðinn á Hellu í sex vikur frá 8. júní nk.  Æfingar verða tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15, kennt í 1,5 klst.  Verð kr. 5.000 og 50% systkinaaflsáttur.  Þjálfari verður meistaraflokkskeppandi og þjálfari frá fimleikadeild Gerplu Rakel Nathalie Kristinsdóttir.  Nánari upplýsingar og skráning er hjá Huldu í síma 695-1708

 

Íþrótta og tómstundanámskeið sumarið 2015

Íþrótta og tómstundanámskeið verður á Hellu frá  8.– 26. júní á virkum dögum kl. 8:00-12:00 fyrir krakka í 1.-7. bekk (árg. ´02-´08). Fjölbreytt dagskrá verður  í boði m.a. íþróttir, kofasmíði, sund, hjólreiðar, gönguferðir, leiklist, grillveisla o.fl.  Verð kr. 6.000 fyrir viku.  Verð kr. 13.000 fyrir 3 vikur ef greitt er við skráningu.  50% systkinaafsláttur.  Umsjónamenn námskeiðsins eru Þórunn Inga Guðnadóttir og Rúnar Hjálmarsson.  Skráning og greiðsla (enginn posi) fer fram í matsalnum í Íþróttamiðstöðinni á Hellu fimmtudaginn 4.6. kl. 17.00-19.00.  Þá er stefnt er að því að hafa námskeið  í 2 vikur í ágúst og eru áhugasamir beðnir um að láta vita um þátttöku.  Nánari upplýsingar hjá Guðmundi í síma 868-1188.