Daily Archives: May 8, 2025

Dímon/Hekla á Öldungamóti í blaki

Stærsta blakmót ársins, Öldungur, fór fram í Kópavogi dagana 1.-3. maí þar sem mikill fjöldi blakiðkenda safnaðist saman en þátttökulið voru yfir 160. Í fyrsta sinn sendi Dímon/Hekla þrjú kvennalið til leiks eða 22 konur alls.
 
A-liðið keppti í 5. deild, B-liðið keppti í 6. deild og C-liðið tók þátt í fyrsta sinn og keppti í 10. deild. Það er gríðarlega góður árangur að geta sent þetta stóran hóp keppenda frá ekki stærra félagi og stóðu liðin sig alveg einstaklega vel. Tvenn verðlaun náðust í hús en B-liðið varð í 2. sæti í 6. deildinni og leika því í 5. deild að ári og nýliðarnir í C-liðinu náðu 3. sæti í 10. deildinni.
 
Öldungur er mót fyrir 30 ára og eldri iðkendur og er þema á hverju móti. Í þetta sinn var þemað ofurhetjur og var Dímon/Hekla með sína útfærslu af Kattarkonunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.