Vor- og páskafjáröflun

Sumarið er á næsta leiti og við þurfum að endurnýja búnað m.a. fyrir frjálsíþróttirnar hjá okkur. Við blásum því til fjáröflunar og verðum með egg, WC-pappír og grillkryddþrennu til sölu í vikunni.

Egg 30 stk í bakka – 3500 kr
Katrin Plus WC pappír 42 rúllur – 6000 kr
Grillkryddþrenna – 3900 kr

Afhending á eggjum og WC pappír verður í næstu viku, dagana 14.-16. apríl, en grillþrennan verður afhent í lok mánaðarins og verður auglýst þegar þar að kemur.

Hægt er að panta með því að senda skilaboð til okkar á messenger eða senda okkur línu á umfhekla@umfhekla.is.

Bankanr. 0308-26-018114
Kt. 510178-0849

Tilkynningu um millifærslu sendist á umfhekla@umfhekla.is